Um Arkamon

Arkamon er hönnunar og ráðgjafafyrirtæki á sviði mannvirkjagerðar og framkvæmda.
Við búum yfir víðtækri þekkingu og reynslu á íslenskum byggingamarkaði. Okkar helstu styrkleikar felast í samhæfingu sviða og verkþátta sem gera ákvarðanatöku einfaldari og markvissari.

Við höfum marktæka reynslu þar sem allir helstu þættir, frá hugmynd og hönnun til framkvæmdar og lokaúttekta eru á okkar vegum. Arkamon starfar eftir íslenskum stöðlum og reglugerðum.

Við erum lausnamiðuð og innan okkar raða eru löggildir aðalhönnuðir, burðarþolshönnuðir, hönnunarstjórar og byggingastjórar. Allir eru með virka gæðastjórnun sem yfirfarin og samþykkt hefur verið af Mannvirkjastofnun.

Framkvæmdastjóri Arkamon er Valgeir Berg Steindórsson.